Samfylking: valið á lista 27. mars

Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi hélt rafrænt kjördæmisþing 20. febrúar síðastliðinn. Þar var ákveðið að halda annað rafrænt þing laugardaginn 27. mars.  Á kjördæmisþinginu verður kosið um fjögur efstu sætin og raðað eftir paralista skv. skilgreiningu úr reglum flokksins. Paralisti: Kvenframbjóðandi skal hið minnsta skipa annaðhvort sæti 1. eða 2. hið minnsta annaðhvort næstu tveggja sæta og svo koll af kolli í hver tvö sæti.

Frestur til að tilkynna framboð rennur út þriðjudaginn 23. mars 23.00. Val fulltrúa á kjördæmisþingið fer fram hjá aðildarfélögunum en kjörskrá lokar endanlega 20. mars kl. 10.00.

Í gær tilkynntGuðjón Brjánsson i þingmaður flokksins í kjördæminu að hann hefði ákveðið að hætta á Alþingi í haust. Hann var inntur eftir því hvers vegna hann hefði ekki skýrt fyrr frá ákvörðun sinni, en aðeins 5 dagar eru þar til frestur rennur út til þess að tilkynna um framboð í fjögur efstu sætin.

„það eru margvíslegar ástæður fyrir því sem ég tíunda svo sem ekki i neinum atriðum á þessu stigi, talsvert vatn hefur runnið til sjávar síðan.  Eitthvað af því knúði mig til endurskoðunar á fyrri ásetningi“ sagði Guðjón Brjánsson. 

DEILA