Særún

Sæferðir í Stykkishólmi sem eiga ferjuna Baldur sem hefur verið allmikið í fréttum undanfarið eiga einnig skemmtiferðaskipið Særúnu sem er tvíbytna sem tekur allt að 115 farþega og þar er veitingasalur með sæti fyrir 98 manns.

Skipið er 194 brúttótonn að stærð. Lengd þess er 25.92 metrar og breidd þess 8 metrar. Skipið hefur tvær vélar hvor þeirra er 484 KW. Ganghraði skipsins er mestur 18 sjómílur, sem þýðir að það tekur um 2kl og 15 mínútur að sigla Suðureyjasiglingju og veiða skelfisk , skoða fuglalíf og bergmyndanir á cirka 0 til14 mílna hraða.

Skipið er mjög vel búið af siglingatækjum og björgunarbúnaði.