Loftslagssjóður úthlutar 170 milljónum króna til 24 verkefna

Loftslagssjóður hefur úthlutað 170 milljónum króna til 24 verkefna. Alls hlutu 12 nýsköpunarverkefni og 12 kynningar- og fræðsluverkefni styrk að þessu sinni.

Hlutverk Loftslagssjóðs er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. 

158 umsóknir um styrki bárust sjóðinum að þessu sinni og voru 86 þeirra vegna nýsköpunarverkefna og 72 umsóknir vegna kynningar- og fræðsluverkefna. Sótt var alls um 1.1 milljarð króna, en 15% þeirra sem sóttu um í sjóðinn hlutu styrk.

Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en Rannís annast rekstur hans. Stjórn Loftslagssjóðs tekur ákvarðanir um úthlutanir í samræmi við reglur sjóðsins.

Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VERKEFNI SEM AÐ FENGU ÚTHLUTAÐ 2021

DEILA