Íþróttahús Torfnesi – 4,9 milljón evru tilboð

Opnuð hafa verið tilboð í íþróttahús á Torfnesi. Eitt tilboð barst og var það frá Hugaas Baltic sem bauð 4.856.696 evrur. Það jafngildir um 740 milljónum króna á núverandi gengi.

Heildarkostnaður við húsið verður væntanlega eitthvað hærri, trúlega 800 – 900 milljónir króna.

Verið er að fara yfir tilboðið hjá Ísafjarðarbæ.