ísland ljóstengt: þrjú sveitarfélög fá styrk

Frá lagningu ljósleiðara í Önundarfirði. Mynd: Snerpa.

Þrjú vestfirsk sveitarfélög, auk Árneshrepps, sem þegar hefur verið greint frá, fengu styrk úr Fjarskiptasjóði úr B-hluta Ísland ljóstengt 2021 og vegna ljósleiðarastofnstrengja.

Það eru Ísafjarðarbær sem fékk 14 m.kr. styrk til boða til að tengja bæi í dreifbýli í Súgandafirði, Önundarfirði og Skutulsfirði. Heildarkostnaður við það verkefni er 24 m.kr. Áætluð aðkoma samstarfsaðila er framlag upp á 6,5 m.kr og það sem upp á vantra greiðir sveitarfélagið.

Tálknafjarðarhreppur og Strandabyggð fengu hvort um sig 2,2 m.kr. styrk.

Ísland ljóstengt er tímabundið landsátak þar sem markmiðið er að 99,9% lögheimila og fyrirtækja á landinu eigi kost á 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu.

DEILA