Ísafjarðarhöfn: 1.228 tonnum landað í febrúar

Alls var landað 1.228 tonnum landað í Ísafjarðarhöfn í febrúarmánuði.

Þar af var frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS með 258 tonn af frystum afurðum. Ísfisktogararnir Páll Pálsson ÍS og Stefnir ÍS lönduðu rúmlega 800 tonnum af bolfiski. Páll var með 416 tonn og Stefnir landaði 390 tonnum, Páll eftir 4 veiðiferðir og Stefnir eftir fimm veiðiferðir.

Þá reru tveir rækjubátar í mánuðinum. Halldór Sigurðsson ÍS veiddi 70 tonn af rækju í Djúpinu og Ásdís ÍS var með 98 tonn.

Engir aðkomutogarar voru að veiðum frá Ísafirði í febrúar.