Ísafjarðarbær: sviðsstjóraráðning rædd fyrir luktum dyrum

Stjórnsýsluhúsið Ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs fer fram fyrir luktum dyrum á bæjarstjórnarfundi á morgun. Fram kemur í fundarboði að óskað hafi verið eftir því.

Upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar segir að ákvörðunin um að taka málið fyrir fyrir luktum dyrum hafi verið sameiginleg. „Þessi háttur er oft hafður á þegar ræða á ráðningar í störf, og er ástæðan helst sú að umræðan snýst um einstaklinga og persónuleg málefni sem ekki skulu rædd á opinberum vettvangi. Hér er t.d. horft til bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar og 7. gr. upplýsingalaga. Hið sama var einnig viðhaft t.d. þegar sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs og slökkviliðsstjóri voru ráðnir til starfa.“

DEILA