Ísafjarðarbær: Bæjartún byggi á þremur stöðum

Bæjartún hses hefur lagt fram uppfærða umsókn um stofnframlög frá Ísafjarðarbæ vegna byggingar almennra íbúða. Alls er sótt um 12% framlag bæjarins af 305 m.kr. byggingarkostnaði við 10 íbúðir. Framlag bæjarins verður því tæpar 37 m.kr. Að auki kemur 18% framlag Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

Skiptingin á heildarkostnaði og framlagi bæjarins verður þannig samkvæmt umsókninni:

Þingeyri 121.895.275. kr. þar af er 12% hlutdeild sveitafélags 14.627.433 kr.
Flateyri 91.274.561. kr. þar af er 12% hlutdeild sveitafélags 10.952.947 kr.
Suðureyri 91.784.561.kr. þar af er 12% hlutdeild sveitafélags 11.014.147 kr.

Gatnagerðargjöld, byggingarleyfisgjöld og mæla- og tengigjöld koma sem tekjur til bæjarsjóðs á móti stofnframlögunum og er gjöldin talin vera um 18 m.kr.

Bæjarráðið vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

DEILA