Galleri úthverfa: CARBON-KOLEFNI vísindi listanna – listin í vísindunum

Pétur og Thersea.

Miðvikudaginn 10. mars n.k. kl. 17 opnar fyrsta sýningin í röð sjö örsýninga undir yfirskriftinni CARBON-KOLEFNI vísindi listanna listin í vísindunum í glugga Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Sýningin er samstarfsverkefni Péturs Guðmundssonar myndlistarmanns á Ísafirði og Theresu Henke doktorsnema og ber heitið ,,Innrás flundru í ferksvatni“.

CARBON – KOLEFNI – vísindi listanna / listin í vísindunum
10.3 – 31.3 og 5.5 – 2.6 2021

1             Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke   

Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON – KOLEFNI. Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.

Pétur Guðmundsson og Theresa Henke: Innrás flundru í ferskvatni

Theresa Henke er þýskur doktorsnemi sem hefur verið búsett á Ísafirði síðan 2016. Eftir að hún lauk mastersnámi við Háskólasetur Vestfjarða hefur hún haldið áfram rannsóknum sínum við rannsóknarstöð Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Rannsóknir hennar snúast um innrás flundru (Platichthys flesus) í íslenskum vötnum. Með því að nota mismunandi verkfæri, þar á meðal þátttöku almennra borgara (citizen science), erfðagreiningu (genetics analysis) og fjarnema fyrir hljóð (acoustic telemetry) kannar hún mismunandi þætti í nýtilkominni tilvist flundrunnar í íslensku ferskvatni til að skilja hvaða áhrif nærvera tegundarinnar hefur á umhverfið sem og á menn.

Pétur Guðmundsson er ísfirskur myndlistarmaður, sem fagnar því að vera boðið að taka þátt í gluggaraðsýningum í Gallerí Úthverfu, þar sem saman vinna vísindamenn og listamenn.

,,Kolefni er lífsnauðsynlegt frumefni, sem hefur fengið á sig vont orð vegna mengunar, kolefnisspor. En

Kolefnið eitt er ekki vandinn

ekkert mál að út- og and’inn

En þegar of mikið O

Tengist C, sko

Þá laus hann verður sjálfur fjandinn.

Innrás flundru – Útrás hugmynda. Myndin í glugganum er fjőltákna mynd unnin með kolefni. Kveikjan er rannsóknir Theresu Henke á innrás flundru á strendur Íslands.’’

…………………………..

.

DEILA