Flokkur fólksins vill fella niður strand­veiðigjaldið

Lagt er til í tveim­ur frum­vörp­um sem nú liggja fyr­ir Alþingi að fellt verður úr gildi svo­kallað strand­veiðigjald sem inn­heimt er af hverj­um strand­veiðibát og að fellt verði úr lög­um bann við strand­veiðum á föstu­dög­um, laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um.

Frum­vörp­in eru end­ur­flutt af Ingu Sæ­land, for­manni Flokks fólks­ins, og Guðmundi Inga Krist­ins­syni, þing­manni sama flokks.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er sagt að inn­heimta gjalds­ins, sem nem­ur 50 þúsund krón­um á bát, skapi ójafn­ræði þar sem um er að ræða sér­tæk­an skatt sem lagður er á einn út­gerðarflokk um­fram aðra.

„Eng­in sam­bæri­leg gjöld eru lögð á skip sem stunda aðrar veiðar en strand­veiðar,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni og er bent á að þeir sem strand­veiðar stunda greiða nú þegar hafn­ar­gjöld eins og aðrir.

Svo er að sjá hvort þessi frumvörp komist til endanlegrar afgreiðslu þingsins að þessu sinni.