Færeyjar : fiskeldið tvöfalt meira en á Íslandi

Í greiningu KPMG á áhrifum fiskeldis á Íslandi eru upplýsingar um eldið í nágrannalöndunum, Noregi, Skotlandi og Færeyjum.

Framleiðslan í Færeyjum var tæp 80 þúsund tonn árið 2019 sem er tvöfalt meira en var á Íslandi á síðasta ári. Framleiðslan jókst frá 1996 til 2003 úr 15 þúsund tonnum upp í 50 þúsund tonn. Þá kom verulegur afturkippur næstu þrjú ár og féll framleiðslan niður í um það bil 16 þúsund tonn árið 2006. Þá náðu Færeyingar aftur tökum á eldinu það hefur síðan aukist jafnt og þétt fram til 2019 er það var um 78 þúsund tonn og hefur aldrei verið meira.

Beinu störfin voru um 1.125 í árslok 2019 eða sem nemur um 14,4 störfum á hver 1.000 tonn sem er tæplega tvöfalt á við Skotland. Alls eru um 31.000 störf á færeyskum vinnumarkaði.
Framleiðsla hefur tvöfaldast frá árinu 2010 en starfsmannafjöldi hefur aukist um 80% yfir sama tímabil.
Heildarfjöldi starfa á hver 1.000 tonn hefur haldist nær óbreyttur á síðustu
10 árum. Það eru nokkuð fleiri störf á framleiðslumagn en hjá Noregi og
Skotlandi.