Drangsnes: kynningarfundur á skipulagsbreytingum

Opið hús / Kynningarfundur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps og nýs deiliskipulags í landi Hvamms verður haldinn mánudaginn 8. mars nk. frá klukkan 17:00 til 19:00 á skrifstofu sveitarfélagsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Aðalskipulagsbreytingin felst í breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS12) og ferðaþjónustu (VÞ5) á svæði sem er skilgreint landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir fimm frístundalóðum, einni stórri lóð fyrir fyrir ferðaþjónustu og einni íbúðarhúsalóð.

Á fundinum gefst áhugasömum kostur á að kynna sér skipulagsgögn og ræða við skipulagsfulltrúa um verkefnið.

Í gildi er almenn fjöldatakmörkun en hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 50 manns með ákveðnum takmörkunum í opinberu rými. Grímuskylda er á gestum fundarins og verður hægt að nálgast einnota grímur á staðnum.

DEILA