Dokkan hefur nú flutt starfsemi sína eigin húsnæði að Sindragötu 14, Ísafirði.
Ísfirska handverksbrugghúsið er þar með komið í meira en helmingi stærra húsnæði en það var í áður og er aðstaða öll orðin betri og rýmri en hún var.
Á þetta ekki síst við um gestastofuna sem getur tekið á móti mun fleiri gestum, þar sést vel inn í framleiðslusalinn og að auki snýr hún á móti sól og sumri.
Nú er opið á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum frá 16:00-21:00 en um páskana verður opnunartíminn lengdur.
Einnig er tekið á móti hópum á öðrum tímum.
Hægt er að fá upplýsingar um starfsemi Dokkunnar á facebook og instagram.