Bolungavík: kynningarfundur aðalskipulags

Kynningarfundur aðalskipulags Bolungarvíkur 2020-2032 verður haldinn fimmtudaginn 4. mars 2021 kl. 17:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur og í fjarfundi.

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn því afar mikilvægt er að sjónarmið íbúa komi fram við gerð aðalskipulags. Íbúar eru þó beðnir um að gæta að sóttvörnum. Þeir sem ekki geta sótt fundinn geta tekið þátt í fjarfundi.

Á fundinum verður skipulagsgreinargerð lögð fram og helstu atriði aðalskipulagsins kynnt og rædd.

Íbúar eru hvattir til að kynna sér fyrirliggjandi efni í vefsjá fyrir aðalskipulagsvinnuna. 

https://www.bolungarvik.is/media/2021/Skipulagsuppdrattur_februar_2021.pdf

Viðaukar

Hvar í ferli?

Hér á myndinni má sjá hvar vinnan fyrir aðalskipulagið 2020-2032 er stödd í ferli. Smelltu á myndina fyrir stærri útgáfu! 

Ferli