Bolta­völlur við Patreks­skóla

Loksins er hægt að nota bolta­völlinn sem hefur verið á fram­kvæmda­stigi í tölu­verðan tíma við Patreks­skóla.

Nú er komin girðing við völlinn sem minnkar mikið líkur á að bolti eða annað muni velta niður hallann að Aðalstræti að sögn Geirs Gestssonar hjá Vesturbyggð.


Jafnframt eru komin mörk sem nýtast vonandi í leik á vellinum, búið er að setja fínan malarsalla á völlinn sem verður svo næsta sumar jafnaður aftur.

Reikna má með að efnið í vellinum muni síga og þurfa meira efni til að viðhalda því að vera slétt og eins mjúkt og hægt er.