Blak: Vestri komst í undanúrslit

Karlalið Vestra lék um helgina í undanúrslitum bikarkeppni Blaksambandsins. Liðað beið lægri hlut gegn Hamri frá Hveragerði sem síðan varð bikarmeistari með því að vinna Aftureldingu úr Mosfellsbænum. Í áttaliðaúrslitum lagði Vestri Fylki úr Árbænum nokkuð örugglega.

Einn leikmanna Vestra Fernándes Ortiz Antonio var valinn í draumalið keppninnar. Hann var einnig valinn 5. besti blokkarinn. Sigurður Bjarni Kristinsson var 3. besti uppgafarinn og Felix Arturo 3. besti í móttöku.

Karfan: Hamar vann Vestra

Í gær lék kvennalið Vestra í körfuknattleik við Hamar/Þór í Hveragerði. Leikurinn var jafn allan tímann og varð að framlengja til þess að fá úrslit. Þá sigu Sunnlendingarnir fram úr og unnu með 6 stiga mun.

Vestri: Olivia Janelle Crawford 26/4 fráköst/11 stoðsendingar, Linda Marín Kristjánsdóttir 11, Snæfríður Lilly Árnadóttir 10/5 fráköst, Gréta Hjaltadóttir 10/6 fráköst, Katla María Magdalena Sæmundsdóttir 9, Arna Hrönn Ámundadóttir 5/7 fráköst, Helena Haraldsdóttir 4, Hera Magnea Kristjánsdóttir 4/5 fráköst, Ivana Yordanova 1/4 fráköst, Stefanía Silfá Sigurðardóttir 0.

Vestri er í 9. sæti með 2 stig eftir 10 leiki en Hamar/Þór er í 4. sæti með 10 stig eftir 11 leiki.