Bíldudalur: Lýst áhyggjum af tímabundnu húsnæði við Völuvöll

Völuvöllur Bíldudal. Mynd: Nordicstadiums.com

Bæjartjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt umsókn Arnarlax um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði ofan við Völuvöll, Bíldudal. Um er að ræða gámaeiningar fyrir allt að 40 manns með alrými með eldhúsi o.fl. Húsnæðið er hugsað til 3-5 ára. 

Að höfðu samráði við Skipulagsstofnun var litið á umsóknina sem óveruega breytingu á aðalskipulagi og en afla verður skyldi yfirlýsingar frá hagsmunaaðilum á svæðinu um að þeir geri ekki athugasemd við staðsetningu tímbundins húsnæðis á opna svæðinu til sérstakra nota. Meðal þeirra aðila er Héraðssambandið Hrafna Flóki hefur stjórn sambandsins lýst yfir áhyggjum vegna nálægðar við íþróttamannvirkið Völuvöll.

Á fundi fræðslu- og æskulýðsráðs Vesturbyggðar í gær kemur fram að ráðið setur sig ekki upp á móti fyrirhuguðu tímabundnu húsnæði við Völuvöll og bendir á að engin önnur áform eru um nýtingu svæðisins á leyfistímanum. Hins vegar tekur ráðið undir áhyggjur stjórnar Héraðssambandsins Hrafna Flóka og beinast þær að urðunarsvæði/geymslusvæði sem staðsett er við aðkomu að umræddu svæði og Völuvöll.

Ráðið leggur áherslu á að ásýnd svæðisins, umgengni og frágangur verði til fyrirmyndar.

DEILA