Árneshreppur sýknaður af 5 mkr launakröfu

Hérðasdómur Reykjaness hefur sýknað Árneshrepp af kröfu Elínu Öglu Briem um laun að fjárhæð 5,2 m.kr. fyrir störf við höfnina sem hafnarvörður eða vigtarmaður frá 1. maí 2016 til 31. ágúst 2019.

Hún ætti rétt á grunnlaunum hafnarvarðar 5 mánuði á ári, þ.e. frá maí til september, árin 2016, 2017 og 2018 en fjóra mánuði árið 2019 þar sem annar maður hefðiséð um starf hafnarvarðar í september það ár. Frá þeirri upphæð myndi hún draga þær verktakagreiðslur sem hún hefði fengið í lok hvers sumars.

Stefnandi gerði kröfu um greiðslu vigtunarmanns í fullu starfi fjóra daga vikunnar ásamt lífeyrisgreiðslum, desemberuppbót og orlofsuppbót. Séupphæð aðalkröfu 5.174.926 krónur þegar dregnar hafi verið frá þær greiðslur sem stefnandi hafi þegar fengið fyrir að senda inn skýrslur til Fiskistofu.

Meginhluti starfs hennar var við löndun og ísun fisks fyrir Fiskmarkað Suðurnesja og fékk hún sérstaklega greitt fyrir það starf frá Fiskmarkaðnum 10 kr fyrir hvert landað kg. Samkvæmt yfirliti yfir landaðan afla og samkomulagi stefnanda við Fiskmarkað Suðurnesja megi áætla að hún hafi fengið um um 4-6 milljónir í tekjur fyrir hverja vertíð hvert þessara fjögurra ára.

Árneshreppur krafðist sýknu og byggði stefndi á því að stefnandi hafi aldrei starfað sem hafnarvörður í fullu starfi á hans vegum. Ekki hafi verið forsendur fyrir fastráðningu starfsmanns í starf hafnarvarðar eða vigtarmanns við höfnina og því hafi ekki verið tekin ákvörðun um slíkt starfsmannahald. Hins vegar hafi verið gætt að því að við höfnina væru tiltækir löggiltir vigtarmenn.

Fram kom í vitnisburði Evu Sigurbjörsdóttur, oddvita fyrir dómnum að stefnandi hafi unnið fyrir Fiskmarkað Suðurnesja árin 2016-2019 en samhliða sinnt hlutverki löggilts vigtarmanns við höfnina vegna skyldu Árneshrepps til þess að skila vigtunarskýrslum til Fiskistofu. Vinnan fyrir stefnda hefði mögulega tekið um 15mínútur á dag, en fyrir það hafi stefnandi fengið um 8.000 krónur á dag.

Greiðslur frá Fiskmarkaðnum viðskiptaleyndarmál

Lögmaður stefnanda Elínar Öglu briem mótmælti því við aðalmeðferð málsins að vitni veittu nákvæmar upplýsingar um tekjur stefnanda frá Fiskmarkaðinum með vísan til þess að um væri að ræða viðskiptaleyndarmál stefnda, Var þá fallið frá því að spyrja vitnin um þær greiðslur.

Í ljósi framburða vitna fyrir dómi, eðlis þess fyrirkomulags sem var á greiðslum til stefnanda sem verktakagreiðslum fyrir afmarkað verkefni og þess að stefnandi hefur ekki með öðrum hætti gert sennilegt að komist hafi á munnlegt samkomulag um ráðningarsamband á milli hans og stefnda telur dómurinn ósannað að samningssamband um launagreiðslur um hver mánaðamót hafi verið fyrir að fara.

Árneshreppur sýknaður að fullu

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjanes svarð sú að hreppurinn var sýknaður og dæmdi stefnanda til þess að greiða Árneshreppi 600.000 kr í málskostnað.

Dómurinn var kveðinn upp 26. febrúar 2021.

9skyldu stefnda til þess að skila vigtunarskýrslum til Fiskistofu. Vinnan fyrir stefnda hefði mögulega tekið um 15mínútur á dag, en fyrir það hafi stefnandi fengið um 8.000 krónur á dag.