Sundabakki Ísafirði: framkvæmdir hafnar við fyrirstöðugarð

Framkvæmdir eru hafnar við gerða 460 metra lands fyrirstöðugarðs við Sundabakka á Ísafirði. leggja á út um 11 þúsund rúmmetra af grjóti og sprengdum kjarna. Tígur ehf frá Súðavík annast verkið og skal vera lokið 1. apríl 2021.

Viðle gukanturinn lengist um 300 metra við framkvæmdirnar og verður 500 metrar alls.

Alls bárust 7 tilboð í verkið. Kostnaðaráætlun var 44 milljónir króna fyrir verktakakostnað. Tígur bauð 38 milljónir króna eða 13% undir kostnaðaráætlun.  Kubbur ehf á Ísafirði var einnig með tilboð undir kotnaðaráætlun, rúmar 42 milljónir króna.  Hæsta tilboðið var 63 milljónir króna eða 44% yfir kostnaðaráætlun.