Súðavík: Súðavíkurgöng verði fyrst í jarðgangaáætlun fyrir Vestfirði

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur samþykkt að Súðavíkurgöng verði fyrsti valkostur í jarðgangaáætlun fyrir Vestfirði sem sveitarfélögin eru að vinna að.

Segir í bókun að slík göng verði að tryggja öryggi vegafrenda sem fara um Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og Súðavíkurhlíð og að þau muni mynda eitt atvinnusvæði og tryggja aðföng milli byggðarlaga á norðanverðum Vetsfjörðum.

Bent er á að jarðöngin séu á samgönguáætlun 2020-34 og hafi verið til umræðu síðustu áratugi. Lögð er áhersla á greiðar samgöngur að og frá Vestfjörðum og styrkingu Vestfjarðaleiðar.