Skaginn 3X framleiðir búnað til laxeldis í Noregi

Á dögunum kom skip til Ísafjarðar frá Noregi og hafði meðferðis laxafóður fyrir vestfirsku laxeldisfyrirtækin. Það fór ekki tómt héðan til Noregs heldur hafði meðferðis 100 rúmmetra tanka  til undirkælingar(Sub Chill) á laxi með viðeigandi búnaði, pöllum og böndum. Búnaðurinn á að afkasta um 30 tonnum á klukkustund.  Búnaðurinn fer í eitt af stærstu laxasláturhúsum í Noregi sem vinnur úr um 70.000 tonnum af laxi á ári. Þessi tankur er sá stærsti sinnar tegundar sem fyrirtækið Skaginn3X hefur framleitt. Þetta er fjórða kerfið af þessari gerð sem fyrirtækið selur til Noregs og verða því að uppsetningu þessa kerfis lokinni um 10% af öllum eldislaxi í Noregi undirkældur að lokinni slátrun í vinnslukerfum frá Skaginn3X.

Sub-chilling tæknin minnkar stórlega kolefnisfótspor laxeldisins því bæði lengist líftími afurðar og hægt er að flytja laxinn íslausann á markað.

DEILA