Samstarfssamningur milli Ísafjarðarbæjar og HSV undirritaður

Ásgerður Þorleifsdóttir, formaður HSV, og Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri.

Í lok janúar var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfjarða.

Markmið samningins er meðal annars að auka gæði íþróttastarfs í sveitarfélaginu og fjölga þátttakendum og að HSV, í samstarfi við Ísafjarðarbæ, vinni að heilsueflingu innan sveitarfélagsins.

Þá er samningnum ætlað að efla samstarf innan íþróttahreyfingarinnar og á milli bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar og HSV, auk þess að tryggja öflugt og gott íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga í Ísafjarðarbæ.

Samningur tok gildi 1. janúar 2021 og gildir til þriggja ára.

Í samningnunm segir um húsaleigu og æfingarstyrki að HSV se ætlað það hlutverk, að úthluta tímum til íþróttafélaga í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar samkvæmt reglum þar um.

Úthlutun tíma færist sem styrkur Ísafjarðarbæjar til HSV. Styrkur þessi
er metinn á um kr. 75.000.000,- milljónir ár hvert.

Þá er í samningnum kveðið á um að Ísafjarðarbær leggur HSV til íbúðastyrk í formi afnota af fimm íbúðum Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. HSV vinnur forgangsröðun milli íþróttafélaga varðandi úthlutun. HSV er ekki heimilt að leigja íbúðirnar út á almennum leigumarkaði.
Styrkur þessi er metinn á kr. 8 milljónir ár hvert.

Árlegur rekstrarstyrkur Ísafjarðarbæjar til HSV er kr. 13.000.000 og svipuð upphæð er áætluð til íþróttaskóla og þjálfunar.

DEILA