Orkudrykkir og tannvernd

Matvælastofnun vekur athygli á reglum um sölu orkudrykkja í tilefni af tannverndarviku.
Auk þess að vera súrir innihalda orkudrykkir koffín.
Nýlegt áhættumat sýnir að neysla ungmenna á koffínríkum orkudrykkjum sé mikil og hefur neikvæð áhrif á svefn og líðan ungmenna.

Dagana 1.-5. febrúar stendur Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands fyrir tannverndarviku sem hefur þann tilgang að vekja athygli á tannheilsu en ekki síður almenna heilsu ungmenna.

Áhersla í ár er á orkudrykki. Orkudrykkir innihalda allir koffín sem hefur neikvæð áhrif á svefn og líðan ungmenna ef neytt er í miklu magni.
Þeir eru allir með lágt sýrustig (pH< 5.5) sem eyðir glerungi á tönnum. Þetta á bæði við sæta og sykurlausa orkudrykki.

DEILA