Í Noregi hefur fyrirtækið Eidsfjord Sjøfarm AS hafið þróun á eldisáformum í sjó í stóru skipu sem yrði 270 metra langt og 42 metra breitt og með 6 eldiskör í lokuðu umhverfi. Sjór verður sóttir í körin úr hafinu vel undir skipinu svo hann verði laus við laxalús og önnur sníkjudýr. Körin sex eiga að taka samtals 69.000 rúmmetra af sjó.
Segir í kynningu frá fyrirtækinu að þessar hugmyndir séu til þess að vinna að því markmiði stjórnvalda að fjórfalda laxeldið fram til 2050 upp í 5 milljón tonn af eldislaxi á ári.
Ætlunin er að seiðin verði í eldisskipinu þar til þau hafa náð um 2,5 kg stærð en þá verði fiskurinn fluttur í opnar sjókvíar og alinn áfram upp í sláturstærð.
Samkvæmt heimildum Bæjarins besta er enn mikil þróunarvinna eftir enn við þessi áform.
https://vimeo.com/272746226