Nám í jarðvirkjun hefst í haust

Jarðvinna er mikilvægur verkþáttur í byggingaframkvæmdum og mannvirkjagerð af öllu tagi, enda rís engin bygging nema grunnur hennar sé lagður fyrst.

Unnið hefur verið að skipulagningu nýrrar námsleiðar í jarðvinnu í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Félag vinnuvélaeigenda og Tækniskólann.

Nám í jarðvirkjun mun hefjast hjá Tækniskólanum næsta haust og verður það ætlað bæði nýnemum á framhaldsskólastigi sem og þeim sem þegar starfa í greininni.

Námið mun undir búa einstaklinga undir fjölbreytt störf sem felast í jarðvegsvinnu, s.s. efnisflutningar, frágangsvinna og grunnvinna við byggingarlóðir.

Skortur hefur verið á nýliðun starfsfólks í því fagi hérlendis og með auknum kröfum um öryggi og gæði, styttri framkvæmdatíma, minna rask, þéttingu byggðar og tækniþróun eykst þörfin sífellt fyrir vel menntað starfsfólk á því sviði

DEILA