Karfan: Vestri vann Álftanes

Karlalið Vestra vann nauman sigur á liði Álfaness 76:75 í 1. deildinni í körfuknattleik. Leikið var á Ísafirði á föstudagskvöldið.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Álftanes leiddi með tveimur stigum í hálfleik. Vestri hafði eins stigs forystu eftir þriðja leikhlutann og liðin gerðu jafn mörg stig í lokaleikhlutanum.

Vestri: Ken-Jah Bosley 20/6 fráköst, Nemanja Knezevic 17/13 fráköst, Arnar Smári Bjarnason 11, Gabriel Adersteg 8/6 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 5, Marko Dmitrovic 5/4 fráköst, Hugi Hallgrímsson 5/14 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 5, Blessed Parilla 0, James Parilla 0, Arnaldur Grímsson 0, Gunnlaugur Gunnlaugsson 0.

Vestri er nú í 5. sæti af 9 í 1. deildinni og hefur 10 stig eftir 9 leiki. Efstu liðin eru Breiðablik og Hamar og hafa þau hlotið 12 stig, en hafa leiki færri leiki.