Íþróttahús við Torfnes aftur boðið út

Ísafjarðabær óskar eftir tilboðum í fullnaðarhönnun og uppsetningu á íþróttarhúsi við Torfnes á Ísafirði.

Flatarmál húss skal að hámarki vera 3500m2 og skal hönnun byggingarinnar miðast við að viðhalda heildaryfirbragði bygginganna á Torfnesi.

Fyrir rúmu ári síðan var tilboðum sem bárust hafnað og eftir það var gerð tilraun til samninga við einn aðila um byggingu hússins.

Gert er ráð fyrir að selja umtalsverðan fjölda íbúða í eigu bæjarins til að standa undir byggingarkostnaði.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en kl. 23:59 þann 11. mars 2021.

Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum www.tendsign.is.