Ísafjarðarhöfn: 1.932 tonn í janúar

Alls var landað 1.932 tonnum í Ísafjarðarhöfn í janúar. Allur aflinn var veiddur í botntroll. Júlíus Geirmundsson ÍS landaði einu sinni í mánuðinum 219 tonnum af fiskafurðum sem er töluvert meira upp úr sjó. Um 1.713 tonn var afli upp úr sjó eða óunnin fiskur.

Tveir bátar, Ásdís ÍS og Halldór Sigurðsson ÍS lönduðu 31 tonni af rækju.

Óvenjumikill afli barst af aðkomubátum. Níu bátar og togarar lönduðu liðlega 900 tonna afla í janúar. Fjögur heimaskip lönduðu 1.017 tonnum.

Auk Júlíusar Geirmundssonar ÍS voru það Stefnir ÍS með 352 tonn, Páll Pálsson ÍS með 379 tonn og Klakkur ÍS sem landaði 37 tonnum af botnfiski.

Fjögur skip af Norðurlandi stunduðu veiðar fyrir Vestfjörðum og lönduðu á Ísafirði í mánuðinum. Það voru Björg EA , sem aflaði 26 tonn, Frosti ÞH með 239 tonn, Áskell ÞH með 75 tonn og Vörður ÞH 79 tonn.

Þá lönduðu Bylgja VE 114 tonnum og Helga María RE 104 tonnum.

Frá Suðurnesjum komu Pálína Þórunn GK sem landaði 33 tonnum, Sóley Sigurjóns GK með 101 tonn og Sturla GK sem aflaði 144 tonn.

Enginn bátur reri með línu eða handfæri.

DEILA