Ísafjarðarbær: uppsagnir í þjónustumiðstöð

Þremur starfsmönnum á þjónustumiðstöðinni á Ísafirði var sagt upp á miðvikudaginn. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta var þeim gert að hætta störfum strax.

Sigurður Jón Hreinsson, bæjarfulltrúi sagði í samtali við Bæjarins besta að áform um breytingar á rekstri þjónustumiðstöðvarinnar hafi ekki verið ræddar í bæjarstjórn og að ekkert hafi komið fram í fjárhagsáætlun ársins um þær þegar áætlunin var afgreidd um áramótin. Þá hafi uppsagnirnar ekki verið kynntar fyrir bæjarstjórn.

Sigurður segist telja að útboð á snjómokstri fyrr í vetur hafi verið undanfari þessara breytinga þótt ekki hafi verið gefið neit tupp um þær þá.

Beðið er svara stjórnenda bæjarins við fyrirspurn Bæjarins besta um uppsagnirnar.