Handbolti: Hörður lagði Selfoss U

Aleksa Stefanovic kemur Herði í 2:1.

Lið Harðar frá Ísafirði lagði SelfossU í 1. deild karla, Grill66 deildinni, á sunnudagskvöldið síðasta. Leikurinn fór fram á Selfossi.

Hörður hafði lent í því að tveimur leikjunum á undan var frestað vegna ófærðar.

Lið Harðar var með forskot í hálfleik 13-18 og hélt forystunni allan leikinn örugglega og vann leikinn 32-36.

Athygli vakti að í liði Harðar voru afar margir heimamenn sem náðu að setja mikið mark á leikinn og var sérstaklega gaman að sjá framlag Sudario Eiðs Carneiro, en foreldrar hans eru Daníel í Sjóvá og Súsanna Björg, læknir og Stefáns Freys Jónssonar, en foreldrar hans eru Jón Hálfdán og Guðný Stefanía, bæði kennarar á Ísafirði. Þeir voru nýverið báðir valdir í U17 ára landslið Íslands.

Markahæstir voru lettnesku leikmennirnir Guntis Pilpuks og Raivis Gorbunovs með 8 mörk hvor. Óli Björn Vilhjámsson gerði 5 mörk og Daníel Wale Adeleye 4 mörk,  en Þráinn Ágúst Arnaldsson var afar sterkur í vörninni.

Þjálfari er Þorir Ólafsson.

Upptöku af leiknum má nálgast hér hjá SelfossTV
https://www.youtube.com/watch?v=t5M8t_QV_lM

Næstu leikur liðsins er gegn Fjölni á útivelli á laugardaginn næsta.

 

 

DEILA