Efling íslenskukennslu fyrir innflytjendur

Guðjón S Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram á Alþingi þrjár spurningar varðandi eflingu íslenskukennslu fyrir innflytjendur og fullorðinsfræðslu.

Spurningunum sem eru eftirfarandi beinir Guðjón til  mennta- og menningarmálaráðherra.

1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir eflingu íslenskukennslu fyrir innflytjendur, sérstaklega í ljósi núverandi þrenginga á vinnumarkaði, og ef svo er, hvernig mun það snúa að viðkomandi einstaklingum, bæði hvað varðar kostnað og faglega þætti?
     2.      Áformar ráðherra að beita sér fyrir átaki í skipulagi raunfærnimats þar sem kostnaður er oft til hindrunar, svo sem vegna túlka og eftirfylgni?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til að skilgreina og styðja betur við fullorðinsfræðslu sem almennt er álitin fimmta menntastoðin og ef svo er, hvernig hyggst ráðherra tryggja það svo að reynsla og sveigjanleiki í starfi Símenntunarmiðstöðva nýtist sem best?