Byggðastofnun styrkir rannsókn á snúbúum

Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 22. janúar sl. að veita Hjördís Guðmundsdóttir meistaranema við Háskólanum á Akureyri styrk að upphæð 250.000 til að rannsaka snúbúa.

Rannsóknin snýr að kortlagningu snúbúa (íbúar samfélaga sem fara burt en koma aftur heim) á Íslandi, með tilliti til menntunar- og atvinnuhátta, heimilishaga, viðhorfa til búsetu, búsetusögu og fleiri þátta.

Umfang snúbúa og einkenni þeirra hefur ekki verið rannsakað í íslensku samhengi áður.

Aukin þekking á drifkröftum búsetuáætlana snúbúa getur stuðlað hnitmiðaðri stefnumótun og markvissari aðgerða í byggðaþróun segir í tilkynningu frá Byggðastofnun.