Bolafjall: deiliskipulag tilbúið

Umhverfismálaráð Bolungavíkurkaupstaðar hefur samþykkt tillögu að deiliskipulag fyrir Bolafjall. Um er að ræða 45 hektara svæði sem nær yfir Ratsjárstöðina og fyrirhugaðan útsýnispall.

Tillagan er unnin af Landmótun ehf. Málið fer nú til bæjarstjórnar sem ákveður hvort tillagan verði auglýst til kynningar.

Gert er ráð fyrir m.a. þyrlupalli, bílastæðum og göngustígum á hinu deiliskipulagða svæði.