Blámi: fjörtíu umsóknir um tvö störf

Mikill áhugi var á störfum sem auglýst voru á vegum Bláma samstarfsverkefni Orkúbús Vestfjarða, Landsvirkjunar og Vestfjarðastofu. Verkefnið snýr að nýsköpun og þróun tækifæra í vetni, orkuskiptum og grænni verðmætasköpun.

Auglýst voru störf framkvæmdastjóra og rannsókna- og þróunarstjóra.

Að sögn Haraldar Hallgrímssonar hjá landsvirkjun sem er formaður stjórnar Bláma bárust umsóknir frá hátt í fjörutíu öflugum og fjölbreyttum umsækjendum. Ekki verður upplýst hverjir sóttu um þar sem trúnaður gildir um hverjir sóttu um störfin.

Haraldur segir að ráðningarferli í stöður hjá Bláma sé í gangi og stefnt að því að tilkynna á næstunni hverjir hafa verið ráðnir í störfin.

Aðrir í stjórn Bláma eru Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi og Elías Jónatansson, Orkubú Vestfjarða.

DEILA