Hátíðin Vetrarsól á Ströndum verður haldin í þriðja sinn um helgina 15.-17. janúar. Mikið er um að vera á hátíðinni, farið verður í pöbbarölt á Hólmavík,rúnaratleikur, Fjarsvar, spurningakeppni á Zoom, opnun á ljósmyndasýningu í Sauðfjársetrinu í Sævangi, söngskemmtun og leiksýning á Zoom svo það helsta sé nefnt.
Það eru vinir Stranda sem halda hátíðina í samvinnu við heimafólk. Hér að neðan fylgir dagskrá hátíðinnar þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
DAGSKRÁ:
Föstudaginn 15. janúar
Kl. 13-20
Rúnaratleikur um Hólmavík, fyrir alla fjölskylduna, um Vetrarsólarhelgina. Vísbendingar verða settar á fésbókina og síðan leitar fólk að réttu rúnunum í þorpinu og sendir inn lausnarorðið þegar niðurstaða liggur fyrir. Náttúrubarnaskólinn og Þjóðfræðistofa sjá um.
Kl. 17-22
Gamlar myndir frá Hólmavík. Úr myndamöppum Karls E. Loftssonar. Útisýning, í glugganum á Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Á vegum Þjóðfræðistofu og Sauðfjársetursins.
Kl. 20
Pöbbarölt um Hólmavík í beinni, með Svavari Knúti og Eiríki – Zoom útsending frá fremur fámennu pöbbarölti þar sem ekki er gert ráð fyrir gestum, en verður líka streymt í beinni á Facebook.
Kl. 21
Fjarsvar, spurningakeppni á Zoom. Forritið Kahoot notað fyrir svarmöguleikana. Varpað verður frá Galdrasýningunni sem sér um viðburðinn.
Laugardaginn 16. janúar
Kl. 10-20
Rúnaratleikur um Hólmavík, fyrir alla fjölskylduna, um Vetrarsólarhelgina. Vísbendingar verða settar á fésbókina og síðan leitar fólk að réttu rúnunum í þorpinu og sendir inn lausnarorðið þegar niðurstaða liggur fyrir.
Kl. 10-22
Gamlar myndir frá Hólmavík. Úr myndamöppum Karls E. Loftssonar. Útisýning, í glugganum á Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík.
Kl. 11-20
Ljósmyndaleikur sem Augnablikið – ljósmyndaklúbbur Arnkötlu stendur fyrir. Á facebook-síðu Augnabliks verða birt fjögur þemu fyrir leikinn, smelltu af á rétta augnablikinu og miðlaðu í hópnum. Arnkatla er á bak við leikinn.
Kl. 13
Bábiljur og bögur í baðstofunni – Viðburður á Sauðfjársetrinu í Sævangi, Dagrún Ósk, Kristín Lárusdóttir og fleiri, miðlað á Zoom fundi (ekki gert ráð fyrir gestum).
Kl. 14 – 16
Opnun á ljósmyndasýningu í Sauðfjársetrinu í Sævangi: Svipmyndir úr sveitinni. Úr myndaalbúmi Rósu Jónídu á Kirkjubóli. Viðburðurinn verður haldinn í raunheimum. Gestir eru beðnir að virða 20 manna fjöldatakmörkun og nota grímur á meðan á heimsókn stendur. Bent er á að gaman er að rölta frá Sævangi og skoða útisýninguna og listaverkin við Sjávarslóð, ef hinkra þarf eftir að gestum fækki í húsinu.
Kl. 18:30
Söngskemmtun með Svavari Knúti og upphitun fyrir landsleik, streymi.
Kl. 19:30
Landsleikur í handbolta: Ísland – Alsír. Áfram Ísland! Fer fram í sjónvarpinu (og Egyptalandi).
Kl. 21:30
Samsöngur og fögnuður eftir leikinn með Svavari Knúti. Í galdragarðinum.
Sunnudagur 17. janúar
Kl. 10-20
Rúnaratleikur um Hólmavík, fyrir alla fjölskylduna, um Vetrarsólarhelgina. Vísbendingar verða settar á fésbókina og síðan leitar fólk að réttu rúnunum í þorpinu og sendir inn lausnarorðið þegar niðurstaða liggur fyrir.
Kl. 10-22
Gamlar myndir frá Hólmavík. Úr myndamöppum Karls E. Loftssonar. Útisýning, í glugganum á Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík.
Kl. 11-20
Ljósmyndaleikur sem Augnablikið – ljósmyndaklúbbur Arnkötlu stendur fyrir. Á facebook-síðu Augnabliks verða birt fjögur þemu fyrir leikinn, smelltu af á rétta augnablikinu og miðlaðu í hópnum.
Um morguninn
Opinn jógatími í streymi. Í umsjón Hvatastöðvarinnar.
Kl. 18
Leiksýning á Zoom og einnig í streymi. Leikfélag Hólmavíkur.