Varist Þrista og Monster orkudrykki

Matvælastofnun varar við tveimur framleiðslulotum af Risa Þristi vegna galla í umbúðum sem gefa sælgætinu aukabragð og lykt.

Framleiðandinn Kólus ehf. hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Neytendur sem keypt hafa Risa Þrist með framangreindum dagsetningum geta skilað vörunni þangað sem hún var keypt eða til Kólus, Tunguhálsi 5.
Nánari upplýsingar um innköllunina fást hjá Kólus í síma 535 0300 eða á netfanginu kolus hjá sambo.is.

Þá vekur Matvælastofnun athygli á of miklu magni af aukefninu própýlenglýkól (E1520) í orkudrykkjunum Monster Lewis Hamilton LH 44 og Monster Vanilla Espresso.

Innflytjandinn, Coca-Cola European Partners (CCEP), innkallar drykkina í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Þeim sem keypt hafa ofangreindar vörur er bent á að skila þeim til CCEP á Íslandi að Stuðlahálsi 1 í Reykjavík gegn endurgreiðslu eða skiptum fyrir samskonar vöru.