Tónlistarsjóður: þrír styrkir til Vestfjarða

Frá tungmálatöfrum á Ísafirði.

Úthlutað var í vikunni 75 milljónum króna úr Tónlistarsjóði. Samtas voru veittir 116 styrkir um allt land. Alls bárust 248 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar og er það 56% aukning í umsóknum frá nóvember 2019. Sótt var um rúmlega 251 milljón króna.

Af styrkjunum fór þrír til verkefna á Vestfjörðum.

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fékk 500.000 kr vegna hátíðar á þessu ári.

Tungumálatöfrar á Ísafirði , veftónleikaröð fyrir börn, fékk einnig 500.000 kr styrk og verkefnið Fáheyrt á Reykhólum fékk sömuleiðis 500 þúsund króna styrk.

Auk þessara styrkja má nefna að Ísfirðingurinn Herdís Anna Jónasdóttir, sem er búsett erlendis, fékk 300 þús. kr styrk  vegna verkefnis um Bach, Schubert og Spohr.

 

Skiptast styrkveitingar þannig að 8 styrkir fara til tónlistarhátíða af ýmsum toga, 37 styrkveitingar til klassískra tónlistarverkefna, 30 til samtímatónlistar og raftónlistar, 15 til ýmis konar rokk, hip-hop og poppverkefna, 16 til námskeiðahalds, kennslu og miðlunar af ýmsum toga, auk þess sem 6 verkefni á sviði þjóðlagatónlistar og 4 djassverkefni eru styrkt

 

DEILA