Tíðarfar ársins 2020

Veðrið 4. nóvembe 2020

Árið 2020 var illviðrasamt. Meðalvindhraði var óvenju hár og óveðursdagar margir.

Ársmeðalhiti var yfir meðallagi 1961 til 1990 á landinu öllu en undir meðaltali síðustu tíu ára.
Að tiltölu var hlýrra á austan- og norðaustanverðu landinu en kaldara suðvestan- og vestanlands.

Árið var mjög úrkomusamt norðan- og austanlands. Ársúrkoman á Akureyri er sú mesta sem mælst hefur á Akureyri frá upphafi mælinga.

Tíð var óhagstæð og illviðrasöm í byrjun árs og að mestu leyti fram að páskum.

Meðalvindhraði var meiri en vant er og loftþrýstingur lægri.
Illviðri voru mjög tíð og miklar samgöngutruflanir voru vegna óveðurs og mikil fannfergis.

Snjóþungt var norðan- og austanlands og á Vestfjörðum. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri og eitt í Súgandafirði þ. 14. janúar. Mikið austanveður gekk yfir landið þ. 14. febrúar og bættist í hóp verstu illviðra síðustu ára.

Maí og júní voru hagstæðir.

En júlí var fremur kaldur miðað við það sem algengast hefur verið á síðari árum.

Framan af ágúst rigndi mjög um landið sunnan- og vestanvert en hlý og hagstæð tíð var þá norðaustanlands.

September var fremur svalur en október hlýr og hægviðrasamur.

Mjög snjólétt var á landinu í nóvember og desember miðað við árstíma.

Illviðri voru tíð en samgöngur röskuðust þó lítið vegna snjóleysis.

Óvenjulega mikil úrkoma féll í desember á norðan- og austanverðu landinu og mældist úrkoman þar víða sú mesta sem vitað er um í desember.

Aftakaúrkoma var á Austfjörðum dagana 14. til 18. desember. Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði, sú stærsta þ.18.

DEILA