Þjóðskógar á Íslandi

Á Íslandi er fjöldi þjóðskóga sem opnir eru almenningi og í sumum þeirra eru tjaldsvæði.

Skógræktin á eða hefur í sinni umsjón ríflega fimmtíu lendur um allt land að undanskildum Vestfjörðum.

Skógarnir sem þar vaxa eru kallaðir þjóðskógar. Þeir eru öllum opnir allan ársins hring. Margir skóganna eru í alfaraleið og því vel aðgengilegir. Aðrir eru úr alfaraleið og jafnvel gæti þurft að hossast í öflugum jeppa eða ganga upp bratta hlíð til að komast í þá. En alltaf er það fyrirhafnarinnar virði fyrir fólk sem kann að meta fallegt skóglendi.

Aðstaða í skógunum er mjög misjöfn. Skógarnir eru allt frá því að vera ósnertir villtir birkiskógar með engum stígum eða mannvirkjum upp í nytjaskóga í fullum rekstri og skóga með vel skipulögðu kerfi gönguleiða, fjölbreytilegum útivistarmöguleikum og jafnvel tjaldsvæðum, trjásöfnum, bálskýlum og annarri aðstöðu.

DEILA