Suðureyri: nýjum bát fagnað

Á Suðureyri var vel fagnað nýjum bát sem kom til heimahafnar í gær í fyrsta sinn.  Nýsmíðin Einar Guðnason ÍS 303 renndi inn fjörðinn um miðjan dag og margt var um manninn á höfninni til þess að taka á móti bátunum. Það er útgerðarfélagið Norðureyri ehf sem á bátinn og gerir út.

Samið var við Trefjar ehf í Hafnarfirði um smíði á nýjum Cleopatra 40B beitningarvélarbáti sem kemur í stað samnefnds báts sem strandaði við Gölt í nóvember 2019. Báturinn mun kosta um 260 – 270 milljónir króna tilbúinn til veiða.

Myndir: Páll Önundarson.

 

DEILA