Þjóðskrá Íslands birti nýlega upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara með skráða búsetu hér á landi eftir sveitarfélögum.
Tölurnar miðast við 1. desember 2020.
Hlutfall erlendra ríkisborgara er afar breytilegt milli sveitarfélaga, frá rúmum 44% niður í 2,5% en að jafnaði er hlutfallið um 14% sé horft til allra sveitarfélaga.
Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Mýrdalshreppi þar sem 47,3% íbúa hreppsins hafa erlent ríkisfang en lægst er hlutfallið í Árneshreppi þar sem einn íbúi er með erlent ríkisfang sem gerir rúm 2,5% íbúa.
Sá landshluti sem hefur hæst hlutfall íbúa með erlent ríkisfang eru Suðurnes með 23,4% íbúa og Vestfirðir koma næst með 17,1% íbúa.
Súðavík er það sveitarfélag á Vestfjörðum sem hefur hæst hlutfall erlendra ríkisborgara eða 31,2%. Í Vesturbyggð og Bolungarvík eru um 20% íbúanna erlendir ríkisborgarar og í Ísafjarðarbæ er hlutfallið um 17%. sem er jafnt og á Vestfjörðum í heild.