Streymt frá kynningum frambjóðenda Pírata

Bein útsending verður frá öllum framboðskynningum í prófkjöri Pírata til Alþingiskosninga 2021.

Hægt verður að horfa á streymið á heimasíðu Pírata og í gegnum streymiskerfi flokksins Píratar.TV, einnig verður hægt að horfa á streymið á Facebook síðum kjördæmafélaganna.

Kynningarnar standa yfir dagana 1-5. febrúar næstkomandi og þar fá frambjóðendur tækifæri til þess að kynna sig og sínar áherslur fyrir öðru félagsfólki.
Streymið hefst klukkan 19.00 alla daga.

Kynningarfundur fyrir Norðvesturkjördæmi verður fimmtudagu 4. febrúar kl:19-21.00.

Framboðsfrestur rennur út 3.mars en nú þegar hafa þeir Pétur Óli Þorvaldsson og Karl A. Schneider gefið kost á sér í Norðvesturkjördæmi.

Frekari upplýsingar er að finna á slóðinni :

https://piratar.is/kosningar/