Reykjavíkurborg hefur stefnt ríkinu

Oddvitar meirihlutaflokkanna í Reykjavík, Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson.

Þann 30. desember sl var ríkinu birt stefna frá Reykjavíkurborg sem vill frá framlög úr Jöfnunarsjóð sveitarfélaga fyrir árin 2015-2019. Krafan er samtals 8,4 milljarðar króna. Krafist er framlaga vegna reksturs grunnskóla og vegna kennslu nemenda með íslensku sem annað mál samkvæmt því sem fram kemur í bréfi borgarstjóra dagsett 5. janúar 2021 til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Í upphaflegu kröfubréfi Reykjavíkurborgar frá desember 2019 er krafan fyrir árin 2015-2019 nánar sundurliðuð og þar kemur fram auk þess sem áður hefur verið nefnt að gerð er  krafa um hludeild í fjármagni sem varið er til sveitarfélaga til að bæta upp minni tekjur af fasteignagjöldum vegna lágs fasteignamats og loks er þess krafist að framvegis fái Reykjavíkurborg framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til jafns við önnur sveitarfélög.

Gert er ráð fyrir að málið verði þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. janúar næstkomandi.

Fyrir jól fóru fram sáttaumleitanir milli aðila en án árangurs.

Fyrir liggur yfirlýsing frá ríkinu að vinni Reykjavíkurborg dómsmálið leiði það til skerðingar á framlögum til annarra sveitarfélaganna.

DEILA