Merkir Íslendingar – Erling Edwald

Erl­ing Edwald fædd­ist 16. janú­ar 1921 á Ísaf­irði. For­eldr­ar hans voru Jón Samú­els­son Edwald, kaupmaður og vararæðismaður, og Sigrún Edwald (f. Asp­e­lund).

 

Erl­ing varð stúd­ent frá MA 1940 og lauk lyfja­fræðinámi, cand.pharm., í Kaup­manna­höfn 1947.

 

Að loknu prófi starfaði Erl­ing sem lyfja­fræðing­ur í Lyfja­versl­un rík­is­ins 1947-1967, en varð Lyf­sölu­stjóri rík­is­ins 1967 og gegndi því starfi til 1986. Hann var fyrsti lyfja­fræðing­ur lyfja­búrs Land­spít­al­ans í hluta­starfi, 1954-58.

 

Erl­ing var próf­dóm­ari í lyfja­fræði lyfsala við Há­skóla Íslands 1957-1970. Hann sat í lyfja­verðlags­nefnd 1968-1983, og eit­ur­efna­nefnd 1969-1987. Hann gegndi stjórn­ar­störf­um í Lyfja­fræðinga­fé­lagi Íslands 1944-1945 og Lyfja­fræðisafni frá 1991 til dauðadags.

 

Erl­ing var sæmd­ur gull­merki Lyfja­fræðinga­fé­lags Íslands 1992. Eft­ir starfs­lok tók Erl­ing próf frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík, með 30 rúm­lesta rétt­indi, 1987.

 

Erling kvæntist 31. desember 1958 Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur Edwald f. 1935. Foreldrar hennar voru Helga Sigurðardóttir og Jón St. Guðjónsson, þá loftskeytamaður á Hesteyri.

Börn þeirra eru;

1) Tryggvi, f. 1959,

2) Sigrún, f. 1962,

3) Ari, f. 1964,

4) Þórdís, f. 1966

 

Erl­ing lést 13. maí 2011.

 

Morgunblaðið.

Skráð af Menningar-Bakki