Litli leikklúbburinn sýnir Fullkomið brúðkaup

Frá því haust hefur Litli leikklúbburinn æft leikritið Fullkomið brúðkaup og nú er komið að frumsýningu.

Fullkomið brúðkaup er farsi eins og þeir gerast bestir og því er þetta kjörið tækifæri eftir erfitt ár að koma í leikhús og kitla hláturtaugarnar.

Þessi frábæri leikara hópur hefur unnið hörðum höndum og útkoman er vægast sagt spreng hlægileg.

Leikstjórn er í höndum Elínar Sveinsdóttur og frumsýning er 22. janúar.

Miðasala á https://litlileik.is/midasala/