Leiðrétting Stykkishólmsbæjar vegna fréttatilkynningar Breiðafjarðarnefndar

Í fréttartilkynningu Breiðafjarðarnefndar, dags. 26. janúar 2021, [sem birtist á vef Bæjarins besta] er fullyrt að af umsögn Stykkishólmsbæjar við skýrslu nefndarinnar um framtíð Breiðafjarðar megi ráða að sveitarfélagið „sé ekki tilbúið í samstarf um frekari verndun.“

Framangreind fullyrðing Breiðafjarðarnefndar, um að Stykkishólmsbær sé ekki tilbúinn í samstarf um verndun, er túlkun Breiðafjarðarnefndar á umsögn Stykkishólmsbæjar. Ekki er um að ræða afstöðu Stykkishólmsbæjar, enda kemur það ekki fram í umsögn Stykkishólmsbæjar að sveitarfélagið sé ekki tilbúið í samstarf um verndun. Hvað þá að sveitarfélagið sé ekki tilbúið í samstarf um hina fjölbreyttu verndun Breiðafjarðar, hvort sem litið er til verndar á landslagi, einstökum jarðmyndunum og lífríki eða varðveislu menningarsögulegra minja. Umrædd umsögn Stykkishólmsbæjar snýr einungis að fyrirliggjandi tillögum nefndarinnar og rökum nefndarinnar fyrir þeim.

  1. janúar 2021

 

Jakob Björgvin Jakobsson,

bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar

 

DEILA