Í fréttartilkynningu Breiðafjarðarnefndar, dags. 26. janúar 2021, [sem birtist á vef Bæjarins besta] er fullyrt að af umsögn Stykkishólmsbæjar við skýrslu nefndarinnar um framtíð Breiðafjarðar megi ráða að sveitarfélagið „sé ekki tilbúið í samstarf um frekari verndun.“
Framangreind fullyrðing Breiðafjarðarnefndar, um að Stykkishólmsbær sé ekki tilbúinn í samstarf um verndun, er túlkun Breiðafjarðarnefndar á umsögn Stykkishólmsbæjar. Ekki er um að ræða afstöðu Stykkishólmsbæjar, enda kemur það ekki fram í umsögn Stykkishólmsbæjar að sveitarfélagið sé ekki tilbúið í samstarf um verndun. Hvað þá að sveitarfélagið sé ekki tilbúið í samstarf um hina fjölbreyttu verndun Breiðafjarðar, hvort sem litið er til verndar á landslagi, einstökum jarðmyndunum og lífríki eða varðveislu menningarsögulegra minja. Umrædd umsögn Stykkishólmsbæjar snýr einungis að fyrirliggjandi tillögum nefndarinnar og rökum nefndarinnar fyrir þeim.
- janúar 2021
Jakob Björgvin Jakobsson,
bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar