Ísafjörður: 60 íbúðalóðir tilbúnar til umsóknar

Birtur hefur verið listi yfir lausar íbúðalóðir í Skutulsfirði. Samkvæmt honum eru 20 lóðir fyrir einbýlishús lausar til umsóknar í Seljalandshverfi og nærri 40 lóðir í Tunguhverfi.

Nokkuð er um liðið síðan deiliskipulag var frágengið. Í Tunguhvefi er deiliskipulagið frá 2006 og í Seljalandshevrfi er það frá 2011.

Auk íbúðalóðanna eru lausar lóðir fyrir hesthús í Engidal, fyrir iðnaðarhúsnæði á Skeiði og fyrir iðnaðarhúsnæði á Suðurtanga.