Ríkiskaup f.h. íslenska ríkisins áætla að selja varðskipið Ægi sem ekki er lengur í notkun á vegum Landhelgisgæslunnar.
Hugmyndum að nýtingu skipsins, líklegt söluverðmæti ásamt öðrum gögnum átti að skila eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 15. janúar 2021.
Fjögur fyrirtæki gáfu sig fram og meðal bjóðenda er verslunin Bræðurnir Eyjólfsson á Flateyri en aðstandendur verslunarinnar vinna að því að koma upp snjóflóðasafni.
Þeir sem lögðu inn tilboð, auk Flateyringa, eru Palsson ehf. og PSP ehf., bæði skráð í Kópavogi, og TC Offshore ehf. í Reykjanesbæ.
Ríkiskaup upplýsa ekki á þessari stundu hvaða hugmyndir bjóðendur kynntu, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.