Fjórir vilja kaupa Ægi

Ríkiskaup f.h. íslenska ríkisins áætla að selja varðskipið Ægi sem ekki er lengur í notkun á vegum Landhelgisgæslunnar.

Hugmyndum að nýtingu skipsins, líklegt söluverðmæti ásamt öðrum gögnum átti að skila eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 15. janúar 2021.

Fjög­ur fyr­ir­tæki gáfu sig fram og meðal bjóðenda er versl­un­in Bræðurn­ir Eyj­ólfs­son á Flat­eyri en aðstand­end­ur versl­un­ar­inn­ar vinna að því að koma upp snjóflóðasafni.

Þeir sem lögðu inn til­boð, auk Flat­eyr­inga, eru Pals­son ehf. og PSP ehf., bæði skráð í Kópa­vogi, og TC Offs­hore ehf. í Reykja­nes­bæ.

Rík­is­kaup upp­lýsa ekki á þess­ari stundu hvaða hug­mynd­ir bjóðend­ur kynntu, að því er fram kem­ur í Morgu­blaðinu í dag.

DEILA