Kominn er út annar þáttur af Djúpvarpinu, hlaðvarp Djúpsins, sem er nýsköpunar- og samfélagsmiðstöð í Bolungavík. Það eru þeir Jón Páll Hreinsson og Gunnar Ólafsson sem standa að Djúpvarpinu.
Í þættinum er rætt við Helenu S. Jónsdóttir, fyrrum skólastýru Lýðsskólans á Flateyri, núverandi verkefnastjóra á Flateyri.
Í kynningu segir:
Helena er sannur sérfræðingur að sunnan sem er orðinn gallharður Önfirðingur, gengur á fjöll og brennur fyrir samfélagsþróun á Vestfjörðum.
Farið er yfir leið hennar frá æsku í rósrauðum Mosfellsbæ og hingað vestur í fallegustu firði norðurhjara.
Þáttinn má nálgast á öllum helstu streymisveitum.
Hér er hlekkur á Youtube video. https://youtu.be/6wkAhw5JxdQ