Bolungavíkurhöfn: 927 tonna afli í desember 2020

Landaður afli í síðasta mánuði í Bolungavíkurhöfn reyndist vera 927 tonn af bolfiski. Mest var landað 150 tonnum á einum degi, en það var þann 30. desember.

Togarinn Sirrý ÍS var langaflahæst í mánuðinum með 472 tonn í 6 veiðiferðum.

Þá voru fjórir dragnótabátar á veiðum í desember og lönduðu samtals um 120 tonnum. Það voru Þorlákur ÍS með 25 tonn, Finnbjörn ÍS með 50 tonn, Ásdís ÍS 10 tonn og Samhamar SH með 36 tonn.

Fimm línubátur reru í desember. og lönduðu þeir um 327 tonnum.  Fríða Dagmar ÍS og Jónína Brynja ÍS voru með 103 tonn hvor, Otur II ÍS landaði 68 tonnum, Einar Hálfdáns ÍS 48 tonnum og Sigi Bjartar 4 tonnum.

Tveir bátar voru á handfæraveiðum. Það voru Hjörtur Stapi ÍS sem landaði tæpum 5 tonnum og Agla ÁR með 1,3 tonn.